Besta sætið

Besta sætið er hlaðvarp íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Þar er fjallað um allt sem skiptir máli í íþróttaheiminum.

Listen on:

  • Podbean App

Episodes

Friday Feb 14, 2025

Það virðist vera að birta til hjá Guðlaugi Victori Pálssyni og liðsfélögum hans í Plymouth í ensku B-deildinni. Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu í vetur.

Friday Jan 31, 2025

Snorri Steinn Guðjónsson fer yfir farinn veg á HM í handbolta á hnitmiðaðan hátt eftir að Ísland féll úr leik á afar svekkjandi hátt með átta stig í milliriðli þar sem að þungt tap gegn Króötum reið baggamuninn. „Á einhverjum tímapunkti þarf maður að hætta vorkenna sjálfum sér og rífa sig í gang. Hætta að pulsast í drasl.“

Sunday Jan 26, 2025

Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu og gerðu upp frammistöðu íslenska landsliðsins á HM. Liðið hafnaði í 9. sæti á mótinu. 

Friday Jan 24, 2025

Það má með sanni segja að íslenska þjóðin hafi verið jarðtengd og það harkalega í Zagreb með sex marka tapi, 32-26 gegn Króötum Dags Sigurðssonar í milliriðlum HM í handbolta. Frá því að vera bjartsýnn á sæti í útsláttarkeppni mótsins eru örlögin nú úr höndum strákanna okkar fyrir lokaumferð riðilsins. Fyrrverandi landsliðsmennirnir Bjarni Fritzson og Ásgeir Örn Hallgrímsson gera upp slæmt kvöld í Zagreb.

Wednesday Jan 22, 2025

Þeir Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. Króatar næst á föstudagskvöldið.

Wednesday Jan 22, 2025

Þeir Stefán Árni Pálsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Bjarni Fritzson hituðu upp fyrir milliriðilinn hjá íslenska landsliðinu í handbolta í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Þar mætir liðið Egyptum, Króatíu og Argentínu. Liðið er sem stendur með fullt hús stiga. 

Monday Jan 20, 2025

Þeir Einar Jónsson og Ásgeir Örn fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta í kvöld. 23-18 geggjaður sigur. Næst Egyptaland. Allt á fullt hér á Íslandi. 

Sunday Jan 19, 2025

Þeir Rúnar Kárason og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu í Besta sætið og ræddu leik Íslands og Kúbu á HM. Ísland vann leikinn 40-19 en næsti leikur verður mun erfiðari. Slóvenar bíða. 

Thursday Jan 16, 2025

Aron Guðmundsson fékk þá Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson til að gera upp þrettán marka sigur Íslands á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik liðsins á HM 2025. Þrettán marka sigur jú, margt gott en rými til bætinga eftir leik á móti liði sem ætti erfitt með að halda sér uppi í Olís deildinni. 

Thursday Jan 16, 2025

Þeir Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, mættu í Pallborðið á Vísi og hituðu upp fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. Fyrsti leikur liðsins er gegn Grænhöfðaeyjum í kvöld. 

Copyright 2024 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125