Episodes

Friday Feb 14, 2025
Friday Feb 14, 2025
Það virðist vera að birta til hjá Guðlaugi Victori Pálssyni og liðsfélögum hans í Plymouth í ensku B-deildinni. Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu í vetur.

Friday Jan 31, 2025
Friday Jan 31, 2025
Snorri Steinn Guðjónsson fer yfir farinn veg á HM í handbolta á hnitmiðaðan hátt eftir að Ísland féll úr leik á afar svekkjandi hátt með átta stig í milliriðli þar sem að þungt tap gegn Króötum reið baggamuninn. „Á einhverjum tímapunkti þarf maður að hætta vorkenna sjálfum sér og rífa sig í gang. Hætta að pulsast í drasl.“

Sunday Jan 26, 2025
Sunday Jan 26, 2025
Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu og gerðu upp frammistöðu íslenska landsliðsins á HM. Liðið hafnaði í 9. sæti á mótinu.

Friday Jan 24, 2025
Friday Jan 24, 2025
Það má með sanni segja að íslenska þjóðin hafi verið jarðtengd og það harkalega í Zagreb með sex marka tapi, 32-26 gegn Króötum Dags Sigurðssonar í milliriðlum HM í handbolta. Frá því að vera bjartsýnn á sæti í útsláttarkeppni mótsins eru örlögin nú úr höndum strákanna okkar fyrir lokaumferð riðilsins. Fyrrverandi landsliðsmennirnir Bjarni Fritzson og Ásgeir Örn Hallgrímsson gera upp slæmt kvöld í Zagreb.

Wednesday Jan 22, 2025
Wednesday Jan 22, 2025
Þeir Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. Króatar næst á föstudagskvöldið.

Wednesday Jan 22, 2025
Wednesday Jan 22, 2025
Þeir Stefán Árni Pálsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Bjarni Fritzson hituðu upp fyrir milliriðilinn hjá íslenska landsliðinu í handbolta í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Þar mætir liðið Egyptum, Króatíu og Argentínu. Liðið er sem stendur með fullt hús stiga.

Monday Jan 20, 2025
Monday Jan 20, 2025
Þeir Einar Jónsson og Ásgeir Örn fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta í kvöld. 23-18 geggjaður sigur. Næst Egyptaland. Allt á fullt hér á Íslandi.

Sunday Jan 19, 2025
Sunday Jan 19, 2025
Þeir Rúnar Kárason og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu í Besta sætið og ræddu leik Íslands og Kúbu á HM. Ísland vann leikinn 40-19 en næsti leikur verður mun erfiðari. Slóvenar bíða.

Thursday Jan 16, 2025
Thursday Jan 16, 2025
Aron Guðmundsson fékk þá Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson til að gera upp þrettán marka sigur Íslands á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik liðsins á HM 2025. Þrettán marka sigur jú, margt gott en rými til bætinga eftir leik á móti liði sem ætti erfitt með að halda sér uppi í Olís deildinni.

Thursday Jan 16, 2025
Thursday Jan 16, 2025
Þeir Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, mættu í Pallborðið á Vísi og hituðu upp fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. Fyrsti leikur liðsins er gegn Grænhöfðaeyjum í kvöld.