Besta sætið

Besta sætið er hlaðvarp íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Þar er fjallað um allt sem skiptir máli í íþróttaheiminum.

Listen on:

  • Podbean App

Episodes

Thursday Sep 04, 2025


Þeir Máté Dalmay og Ágúst Orri Arnarson mættu í Besta sætið og gerðu upp Eurobasket árið 2025 og lokaleikinn í riðlinum gegn Frökkum sem tapaðist með fjörutíu stigum.

Tuesday Sep 02, 2025

Teitur Örlygsson var á línunni og gerði upp leikinn gegn Slóvenum. En þeir Benedikt Guðmundsson og Ágúst Orri Arnarson íþróttafréttamaður mættu einnig og fóru yfir tapið gegn Slóvenum. En í þeim leik voru jákvæð teikn á lofti.

Sunday Aug 31, 2025

Póllverjar unnu Ísland 84-75 í þriðja leik liðsins á Eurobasket í körfubolta. Íslenska liðið stóð sig vel í leiknum en ótrúlegar ákvarðanir undir lok leiksins hjá dómurum leiks kostuði sitt. Þeir Benedikt Guðmundsson, Magnús Þór Gunnarsson og Halldór Örn Halldórsson mættu í Besta sætið og gerðu leikinn upp. 

Saturday Aug 30, 2025

Ísland tapaði með grátlegum hætti gegn Belgíu í öðrum leik Evrópumótsins í körfubolta. 64-71 lokaniðurstaðan í leik sem Ísland leiddi nánast allan tímann. Ólafur Ólafsson og Benedikt Guðmundsson gerðu leikinn upp með Ágústi Orra Arnarsyni. 

Thursday Aug 28, 2025

Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik á Eurobasket í körfubolta. Leikurinn fór 83-71 og má segja að sigur Ísraelsmanna hafi ekki mikið verið í hættu. Þeir Tómas Steindórsson og Máté Dalmay mættu í Besta sætis hljóðverið og gerðu upp leikinn. 

Saturday Jul 26, 2025

Kristófer Acox fer ekki á Evrópumótið í körfubolta sem hefst í lok ágúst. Tíðindin koma mörgum á óvart en þó ekki honum sjálfum. Landsliðsþjálfarinn tjáði honum í febrúar að hann myndi aldrei velja hann aftur. Kristófer tjáði sig um málið við Besta sætið.

Thursday Jul 10, 2025

Leikur Íslands við Noreg, sem og Evrópumót kvennalandsliðsins í heild, framtíðarhorfur liðsins og staða kvennaknattspyrnu almennt var til umræðu í Besta sætinu. Ásta Eir Árnadóttir og Þóra B. Helgadóttir voru gestir Vals Páls Eiríkssonar.

Wednesday Jul 09, 2025

Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari Belgíu í fótbolta, er nú á þeim stað sem hana dreymdi um að vera á þegar að hún var yngri og á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari. Í þessu viðtali fer hún yfir áskoranirnar með Belgíu, yfirstandandi Evrópumót, íslenska landsliðið og margt fleira.

Sunday Jul 06, 2025

Ásta Eir Árnadóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttur ræddu málin með Ágústi Orra Arnarsyni eftir svekkjandi tap Íslands gegn Sviss. 

Besta sætið - Tuð eftir Thun

Wednesday Jul 02, 2025

Wednesday Jul 02, 2025

Íslenska kvennalandsliðið tapaði 1-0 fyrir Finnum í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Liðið átti ekki sinn besta dag og léku 10 gegn 11 síðustu þrjátíu mínútur leiksins. Systurnar Þóra Björg og Ásthildur Helgadætur mætti í þáttinn og gerðu leikinn upp. 

Copyright 2024 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125