Episodes
Tuesday Nov 12, 2024
Tuesday Nov 12, 2024
Arnór Smárason lét gott heita og lagði knattspyrnuskóna á hilluna á dögunum, 36 ára gamall. Arnór var snemma talinn bera af á fótboltavellinum og var valinn besti leikmaður Shellmótsins 10 ára gamall og aðeins 15 ára var hann fluttur einn og óstuddur í atvinnumennsku til Heerenveen í Hollandi. Arnór vann sig inn í lið Heerenven um tvítugsaldurinn en slæm meiðsli settu strik í reikninginn. Hann átti eftir að fara víða og lék á ferli sínum í Svíþjóð, Noregi og Rússlandi áður en Skagamaðurinn lék loks sína fyrstu leiki fyrir uppeldisfélagið ÍA í fyrra. Hann leiddi liðið upp í efstu deild og eftir meiðslahrjáð sumar lék hann sinn síðasta leik í tapi fyrir Val í lokaumferð deildarinnar. Við settumst niður með Arnóri og fórum yfir ferilinn og framhaldið.
Tuesday Nov 05, 2024
Tuesday Nov 05, 2024
Ingvi Þór Sæmundsson fékk þá Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson til að fara yfir nýafstaðið tímabil í Bestu deild karla.
Saturday Nov 02, 2024
Saturday Nov 02, 2024
Theodór Elmar Bjarnason setti punkt fyrir aftan 20 ára knattspyrnuferil sinn þegar KR vann 7-0 sigur á HK í lokaumferð Bestu deildar karla síðustu helgi. Ferill hans er skrautlegur en hann hélt utan aðeins 17 ára gamall til stórliðs Celtic í Skotlandi og hefur síðan alls leikið í sex löndum, að Íslandi undanskildu. Hann lítur nú til næsta verkefnis en hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari uppeldisfélagsins og verður því á hliðarlínunni í Bestu deildinni að ári.
Friday Nov 01, 2024
Friday Nov 01, 2024
Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta knattspyrnuleik á ferlinum þegar lið hans Valur vann 6-1 sigur á ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla síðustu helgi. Þar hóf hann einnig meistaraflokksferilinn árið 2004, átti síðar eftir að vera í atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð í áratug, og er þá fjórði leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins með 103 landsleiki að baki. Við settumst niður með Birki Má fyrir lokaleikinn við ÍA en hann nú floginn til Svíþjóðar hvar fjölskylda hans hefur búið frá því í desember í fyrra.
Wednesday Oct 30, 2024
Wednesday Oct 30, 2024
Greint var frá því í yfirlýsingu HK á þriðjudagskvöldið síðastliðið að Ómar Ingi Guðmundsson myndi ekki halda áfram þjálfun karlaliðs félagsins í fótbolta sem að féll úr Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það var að ósk Ómars að leiðir myndu skilja á þessum tímapunkti en hann hafði verið aðalþjálfari liðsins síðan árið 2022 og hafði það sama ár stýrt liðinu upp í efstu deild á nýjan leik.
Ómar er HK-ingur út í gegn og hefur hann verið það frá sex ára aldri þegar að hann hóf að æfa fótbolta með félaginu sama ár og það var stofnað, á því herrans ári 1992 og á Ómar feril hjá HK sem leikmaður, þjálfari hjá yngri flokkum félagsins og nú síðast sem aðalþjálfari. Rúmt þriggja áratuga samstarf að taka enda en bara tímabundið því HK verður alltaf hluti af Ómari.
Í þessu viðtali ræði ég við hann um tímann hjá HK, ást hans á félaginu, ákvörðunina stóru sem og sýn hans á framhaldið, bæði hvað sig varðar en einnig HK. Verið velkomin í Besta sætið. Með mér, Aroni Guðmundssyni og gesti mínum Ómari Inga Guðmundssyni.
Thursday Oct 17, 2024
Thursday Oct 17, 2024
Eftir tuttugu og eins árs feril í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals hefur Börkur Edvardsson ákveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnarsetu á komandi haustfundi félagsins. Í þessu viðtali í Besta sætinu förum við um víðan völl í tengslum við tíma Barkar í formannsembættinu hjá knattspyrnudeild Vals.
Tuesday Oct 08, 2024
Tuesday Oct 08, 2024
Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði liðsins, frá því á sunnudaginn síðastliðinn að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun Ástu kom vafalaust mörgum á óvart en hún á þó sinn aðdraganda. Ásta lék sinn fyrsta leik í efstu deild árið 2009. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er Ásta þremur Íslandsmeistaratitlum og þremur bikarmeistaratitlum ríkari. Þá var hún hluti af liði Breiðabliks sem skráði sig á spjöld sögunnar með því að verða fyrsta íslenska liðið til að leika í riðlakeppni í Evrópukeppni.
Hér má hlusta á viðtalið við Ástu Eir í heild sinni þar sem farið er nánar í saumana á ákvörðun hennar um að leggja skóna á hilluna, tímann hjá Breiðabliki, úrslitaleikinn gegn Val sem og framhaldið hjá henni og ástina hennar á Breiðabliki.
Friday Sep 20, 2024
Friday Sep 20, 2024
Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fara yfir það helsta í íþróttaheiminum.
Tuesday Jun 04, 2024
Tuesday Jun 04, 2024
Ingvi Þór Sæmundsson fór yfir fyrsta þriðjung Bestu deildar karla með þeim Henry Birgi Gunnarssyni og Atla Viðari Björnssyni.
Friday May 10, 2024
Friday May 10, 2024
Henry Birgir Gunnarsson, Aron Guðmundsson og Valur Páll Eiríksson renna yfir fréttir vikunnar og var af nægu að taka.
Your Title
This is the description area. You can write an introduction or add anything you want to tell your audience. This can help potential listeners better understand and become interested in your podcast. Think about what will motivate them to hit the play button. What is your podcast about? What makes it unique? This is your chance to introduce your podcast and grab their attention.