Tuesday Oct 08, 2024
Fyrirliðinn Ásta Eir kvaddi með Íslandsmeistaratitli: „Sátt í hjarta mínu“
Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði liðsins, frá því á sunnudaginn síðastliðinn að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun Ástu kom vafalaust mörgum á óvart en hún á þó sinn aðdraganda. Ásta lék sinn fyrsta leik í efstu deild árið 2009. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er Ásta þremur Íslandsmeistaratitlum og þremur bikarmeistaratitlum ríkari. Þá var hún hluti af liði Breiðabliks sem skráði sig á spjöld sögunnar með því að verða fyrsta íslenska liðið til að leika í riðlakeppni í Evrópukeppni.
Hér má hlusta á viðtalið við Ástu Eir í heild sinni þar sem farið er nánar í saumana á ákvörðun hennar um að leggja skóna á hilluna, tímann hjá Breiðabliki, úrslitaleikinn gegn Val sem og framhaldið hjá henni og ástina hennar á Breiðabliki.