Wednesday Oct 30, 2024

Ómar Ingi Guðmundsson og viðskilnaðurinn við HK

Greint var frá því í yfirlýsingu HK á þriðjudagskvöldið síðastliðið að Ómar Ingi Guðmundsson myndi ekki halda áfram þjálfun karlaliðs félagsins í fótbolta sem að féll úr Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það var að ósk Ómars að leiðir myndu skilja á þessum tímapunkti en hann hafði verið aðalþjálfari liðsins síðan árið 2022 og hafði það sama ár stýrt liðinu upp í efstu deild á nýjan leik.

Ómar er HK-ingur út í gegn og hefur hann verið það frá sex ára aldri þegar að hann hóf að æfa fótbolta með félaginu sama ár og það var stofnað, á því herrans ári 1992 og á Ómar feril hjá HK sem leikmaður, þjálfari hjá yngri flokkum félagsins og nú síðast sem aðalþjálfari. Rúmt þriggja áratuga samstarf að taka enda en bara tímabundið því HK verður alltaf hluti af Ómari.

Í þessu viðtali ræði ég við hann um tímann hjá HK, ást hans á félaginu, ákvörðunina stóru sem og sýn hans á framhaldið, bæði hvað sig varðar en einnig HK. Verið velkomin í Besta sætið. Með mér, Aroni Guðmundssyni og gesti mínum Ómari Inga Guðmundssyni.

Copyright 2024 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125